Þegar við förum á hvolf drögum við úr áhrifum þyngdarlögmálsins. Þetta á bæði við um að hanga í rólu eða vippa sér í höfuðstöðu eða handstöðu í jóga.

Jákvæð áhrif þess að vera á hvolfi eru m.a.:

 1. Betri líkamsstaða. Þegar við erum á hvolfi fer líkaminn sjálfkrafa í rétta stöðu. Einnig eru kjarnavöðvar spenntir sem leiðir af sér betri líkamsstöðu
 2. Minni bakverkir. Þegar við erum á hvolfi lengist bilið á milli hryggjarliða sem getur tímabundið losað okkur við bakverki. Rannsókn á brjósklosi sem gerð var árið 2012 leiddi í ljós að 77% þeirra sem voru með brjósklos losnuðu við að þurfa að fara í aðgerð ef þeir bættu svona æfingum við sjúkraþjálfunarplanið sitt á móti 22% sem voru eingöngu í sjúkraþjálfun.
 3. Aukið blóðflæði og heilavirkni! Þegar við erum á hvolfi eykst blóðflæði til höfuðs. Þetta hefur jákvæð áhrif á húðina (færri hrukkur og færri bólur) og heilann (bætt minni og skýrari hugsun). Einnig hreinsum við sogæðakerfi í fótleggjum sem hefur jákvæð áhrif á þá sem þjást t.d. af fótaóeirð
 4. Betra skap. Rannsóknir sýna að með því að hanga reglulega á hvolfi dregur úr steitu og kvíða og í sumum tilfellum þunglyndi.

Það geta hins vegar ekki allir hangið á hvolfi (því miður!). Ef eitthvað af neðangreindu á við þig, ættirðu að ráðfæra þig við lækni áður en þú ferð að hanga á hvolfi:

 • Hjartasjúkdómar
 • Hár blóðþrýstingur
 • Inntaka á blóðþynningarlyfi
 • Kviðslit
 • Eyrnasýking
 • Þungun
 • Gláka