Þegar ég var krakki fannst mér rosalega gaman að leika í klifurgrindinni á róló. Hékk eins og api og sveiflaði mér á milli ránna eins og ekkert væri og hékk öfug (og datt reyndar einu sinni og fékk gat á höfuðið – en það er önnur saga!). Ef einhver bæði mig á koma út á róló í dag, er ég ekki viss um að ég væri game.

Með aldrinum missum við styrk í efri hluta líkamans og þá sérstaklega togstyrkinn – aðalhreyfingin sem við fáum fyrir efri hluta líkamans í dag er í gegnum lyklaborðið. Svo förum við í ræktina og einbeitum okkur að æfingum sem ganga út á að ýta frá sér eins og armbeygjum og down dog í jóga. Það er orðið okkur svo erfitt að hanga að við forðumst það eða sleppum því alveg – sem er alger synd því það að hanga gerir þetta fyrir okkur: 

– byggir upp liðleika í öxlum (sem tekur álag af bakinu)
– aukin beinþéttni í úlnliðum og framhandleggjum. Þegar við höngum þá eru það úlnliðirnir sem halda okkur uppi
– aukinn gripstyrkur. Þegar við erum að byggja upp úthald við að hanga þá eru það alltaf hendurnar sem gefast upp fyrst – þær eru veikasti hlekkurinn – en þær eru fljótar að styrkjast. – teygir á bakvöðvum
– leiðréttir líkamsstöðu
– styrkir kvið
– byggir upp handleggs- og axlavöðva (fjúddfjú!!)
– svo er þetta bara svoooo gaman

Svo ekki gefast upp, byrjaðu að bæta æfingum inn í prógrammið þitt þar sem þú leyfir þér að hanga og finndu hvað það gerir fyrir kroppinn þinn.