Aftari hluti líkamans spilar mun stærra hlutverk þegar kemur að líkamlegu hreysti en margir halda. Við notum þessa vöðva í nánast alla hreyfingu: til að hoppa, ýta, toga, hlaupa, setjast niður og standa upp. Það getur hins vegar verið erfitt að viðhalda styrk á þessu svæði líkamans. Fyrst má nefna að flestir sitja á rassinum allan daginn sem gerir það að verkum að framanverð læri komast í aðalhlutverk og rassinn eiginlega breytist í fætur 😊 – dettur í aukahlutverk. Svo er það oft þannig að fólk leggur of mikla áherslu á vöðvana framan á líkamanum (kviður og framanverð læri) – þetta eru jú „stranda- og speglavöðvarnir” 😊. 

Margir hamast á kviðvöðvunum til að ná hinu eftirsótta sixpack, og gleyma að styrkja bak og rass á móti. En þó svo að bæði framanverður og aftanverður líkami fái jafnmikla athygli í ræktinni, hefur kyrrsetu lífsstíllinn þau áhrif að vöðvarnir á aftanverðum líkamanum fá ekki næga örvun í daglegu lífi. Mjaðmaliðir verða ofvirkir og rassinn sofnar. Þetta gerir það að verkum að aðalvöðvarnir – sem ættu að vinna mestu vinnuna – fara í pásu og aðstoðarvöðvarnir verða að taka við. Þetta er uppskrift að mjóbaksverkjum. Það er því mikilvægt að þjálfa aftanverðan líkamann mun meira en framanverðan til þess að finna jafnvægi.